Úrslitakeppni kvenna hefst í kvöld

HaukarHaukastelpur hefja leik í úrslitakeppni N1-deildar kvenna í kvöld kl.19:30 er þær halda til Reykjavíkur og mæta þar Valsstúlkum í Vodafonehöll þeirra Valsara. Óhætt er að segja að okkar stelpur séu að ráðast á fjall sem erfitt er að klífa en í íþróttum er ekkert ómögulegt og stelpurnar munu reyna sitt besta í kvöld, það er ljóst.

Valsliðið er gríðarlega öflugt og vann sannfærandi sigur í deildarkeppninni sjálfri en Haukaliðið varð í áttunda sæti.

Sama hvernig fer í kvöld mætast liðin aftur á laugardag og þá á heimavelli okkar Hauka í Schenkerhöllinni kl.16.00 og er frítt inn á leikinn!

Við hvetjum Haukafólk eindregið til að mæta á leikina og styðja stelpurnar til góðra verka!