Meistaraflokkur karla hefur leikið nokkra leiki upp á síðkastið og farið með sigur í þeim öllum.
Í byrjun mánaðar var leikið á síðasta Íslandsmóti innanhúss sem KSÍ heldur og unnu Haukar þar sinn riðil með 18-0 sigri gegn Ými, 4-1 á móti Hvöt og 12-1 gegn Hrunamönnum.
Fyrir rúmri viku kom Víðir úr Garði í heimsókn og fóru heim með 5-1 tap í farteskinu þar sem Hilmar Emilsson skoraði 4 mörk.
Í kvöld léku Haukar svo við 1.deildarlið Leiknis úr Breiðholtinu og fóru með auðveldan sigur af hólmi, 7-0. Nokkra leikmenn vantaði í bæði lið en kom mótstöðuleysi Leiknismanna flestum á óvart. Mörkin skoruðu Garðar 3, Hilmar E. 2, Goran 1 og Ásgeir 1, en bæði Garðar og Ásgeir eru ennþá gjaldgengir í 2.flokk.