Þriðjudaginn 29. ágúst hófust Haukaæfningarnar á ný, eftir sumarfrí. Það mættu átta, keppninn var nokkuð hörð, en sjáanlegt að sumir voru hálfryðgaðir eftir langt sumarfrí, þ.á.m. undirritaður. En þessi æfing endaði með sigri Sverris Þ. En Svona fóru herlegheitin.
1. Sverrir Þ. með 13 v.
2. Stefán Freyr með 11 v.
3. Heimir með 10,5 v.
4. Ingi með 8 v.
5.-6. Stefán P og Raggi með 5 v.
7. Sverrir með 1,5 v.
8. Kristján með 1 v.
Það var tekin tvöföld umferð, eins og glöggir lesendur sjá á vinningafjölda. En því miður var ekki teflt meira þetta kvöldið. Næsta æfing er, eins og vanalega, næsta þriðjudag kl. 19:30. Vonast til að sjá sem flesta!