Úrslit úr forkeppni 4.flokks karla

Eins og greint var frá hér á síðunni var leikið í forkeppni 4.flokks karla í handknattleik um síðustu helgi. Þar sendu Haukar tvö lið til keppni og bæði léku þau leiki sína í Hafnarfirði.

A-liðið fór með sigur úr bítum í öllum sínum leikjum. Fyrst sigruðu þeir lið Stjörnunnar 30-17 en staðan í hálfleik var 17-6. Á sunnudaginn léku strákarnir síðan tvö leiki, fyrri gegn liði KR, en lokatölur í þeim lok voru 42-6 eftir að staðan hafi verið 21-2 í hálfleik.

Lokaleikur liðsins var síðan gegnum Val og í þeim var engin breyting á, Haukaliðið fór með auðveldan sigur úr þeim leik 21-12 en staðan í hálfleik var 11-6. Haukar munu því leika í 1.deild A-liða í vetur í 4.flokki. Það verður gaman að fylgjast með liðinu í vetur en þeir eru með eitt sterkasta lið landsins í sínum aldursflokki.

B-liðið lék í Kaplakrika og Strandgötu. Þeir sigruðu fyrsta leik sinn gegn Aftureldingu 25-13 eftir að hafa verið yfir 13-8 í hálfleik. Næst kom síðan að liði FH leikurinn var afar jafn og spennandi og jafnt var í hálfleik 9-9 en að lokum fór svo að FH sigraði leikinn með einu marki 20-19.

Lokaleikurinn var síðan gegn sterku liði Selfossar, þeir komust snemma yfir og í hálfleik leiddur þér 14-7, leikurinn endaði svo með 14 marka sigri Selfyssinga 30-16. B-liðið mun því leika í 2.deildinni í vetur.