Það mættu alls átta og var ákveðið að tekin væri tvöföld umferð. Eins og svo oft áður munaði aðeins hálfum á fyrsta og öðru sæti, en Sverrir Þ. vann í þetta skipti. En svona voru úrslitin…
1. Sverrir Þ. með 13 v.
2. Varði með 12,5 v.
3. Ingi með 9,5 v.
4. Sverrir (e.) með 7 v.
5. Ragnar með 5 v.
6. Kristján með 4,5 v.
7. Geir með 3
8. Rúnar með 1,5
Svo má einnig geta þess að eftir það urðum við bara 4 eftir; Kristján, Sverrir, Ingi og Varði. En við ákváðum að tefla nokkrar tvískákir og urðu Ingi og Varði saman í liði á móti Kristjáni og Sverri Þ. En þetta fór 4 2 fyrir Kristjáni og Sverri Þ.
Æfingarnar eru haldnar á Samkomusalnum á Ásvöllum, kl. 19:30 á þriðjudagskvöldum. Allir velkomnir!