Úrslit á Haukaæfingum 11.og18.apríl

Úrslit á Haukaæfingu 11.apríl

Heldur slök mæting var þetta kvöldið. Tefld var tvöföld umferð og fór svo að lokum að Varði og Daníel deildu sigrinum.

Úrslit:
1. Varði og Daníel með 10,5 vinning af 12
3. Stefán P. með 9
4. Geir með 5
5. Kristján með 4
6. Rúnar með 3
7. Herbert með 0

Svo tefldu þeir sem vildu tvískákir fram eftir kvöldi.
___________

Úrslit á Haukaæfingu 18. apríl

Aðeins 8 mættu en nokkrir fastagestir voru niðri í sal að tefla frestaðar skákir á boðsmótinu.

Úrslit:

1. Varði með 6,5 vinning af 7
2. Stefán P. með 5,5
3. Snorri með 5
4. Ingi með 4
5.- 6. Geir og Kristján með 3
7. Sveinn með 1
8. Rúnar með 0

Þetta var heldur jafnt hjá þeim Stefáni og Varða en þeir gerðu jafntefli, en kæfingamát frá Geir eyðilagði hlut Stefáns í sigrinum.

Skákæfingar hjá Haukum eru frá klukkan hálfátta á þriðjudagskvöldum og eru allir velkomnir.