Haukastúlkur unnu sl. fimmtudagskvöld virkilega góðan sigur á liði ÍR í 1.deild kvenna í fótbolta. Leikar enduðu 5-1 fyrir Haukum eftir að staðan var 1-0 í hálfleik okkar stúlkum í vil. Sæunn Sif Heiðarsdóttir var frábær í leiknum og skoraði 4 mörk. Fyrirliði liðsins Sara Rakel Hinriksdóttir skoraði eitt.
Síðasti leikur stelpnanna á tímabilinu er næst komandi föstudag kl.19:15, með sigri í honum tryggja þær sér fjórða sætið í deildinni. En ljóst er að ÍA og Fylkir munu etja kappi við KR og Grindavík um sæti í efstu deild.