Öruggur sigur Haukastelpna á Njarðvík

HaukarHaukar unnu öruggan sigur á Njarðvík í lengjubikar kvenna í gær. Eftir að Njarðvíkur stelpur höfðu byrjað leikinn betur komust Haukar yfir í lok fyrri hálfleiks 38-36 eftir stór brotinn leik Lele Hardy nýs erlends leikmanns Hauka. Í seinni hálfleik var aldrei spurning um hvar sigurinn lenti Haukar einfaldlega betri á öllum sviðum leiksins. 

Lele Hardy sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hauka átti góðan leik en virtist til að byrja með vera úr sambandi við liðsfélagana sem er eðlilegt eftir að hafa einungis verið á einni æfingu með liði Hauka. Ljóst er af þessum leik að Lele á eftir að falla vel inn í leik Hauka og skilaði hún flottum tölum í leiknum 28 stig, 17 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolnir boltar. 

Gunnhildur, Margrét Rósa voru að vanda atkvæðamiklar en frammistaða Ínu Salome sem spilaði mjög vel vakti mesta athygli Hauka áhorfenda, en hún var að spila góða vörn ásamt að skora fínar körfur í leiknum.

Stelpurnar fóru síðan í keppnis- og æfingaferð í dag til Spánar þar sem þær munu slípa saman hópinn fyrir átökin í vetur.

Umfjöllun um leikinn er hér á karfan.is, hér á mbl.is