Öruggur sigur í Olísdeildinni hjá stelpunum í gær

Ragnheiður Sveinsdóttir átti fínan leik í gær og var markahæst í Haukaliðinu ásamt Karen HelguEnn eru Haukastúlkur á sigurbraut og í gær lönduðu þær öruggum 17 marka sigri á liði Selfoss 38 – 21. Sigurinn var aldrei í hættu og fóru þær inn í hálfleikinn með 6 marka forystu, 19 – 13. Allir útileikmenn Hauka komust á blað en þær Ragnheiður Sveinsdóttir og Karen Helga Díönudóttir voru  markahæstar með 6 mörk hvor. 
Eins og oft áður var Sólveig Björk góð í markinu með 18 bolta varða og Tinna átti fína innkomu, varði meðal annars víti. 
Frábær sigur í höfn þó svo oft hafi vörnin verið betri.

Mörk Hauka: Ragnheiður Sveinsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 6, Viktoria Valdimarsdóttir 5, Silja Ísberg 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Marija Gedroit 3, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 3, Sjöfn Ragnarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Ásta Björk Agnarsdóttir 1.

Næsti leikur hjá stelpunum er útileikur gegn Aftureldingu og fer hann fram í N1 höllinni kl. 19:30 næstkomandi þriðjudag, 18. febrúar. Allir að mæta og styðja stelpurnar til sigurs.

 Áfram Haukar!