Öruggur sigur á Wisla Plock í dag

HaukarHaukar gerðu sér lítið fyrir og rótburstuðu lið Wisla Plock að Ásvöllum í dag 29-21 og komast því samtals áfram í næstu umferð 57-51. Frábær vörn, góð markvarsla og markviss og góður sóknarleikur skóp þennan sigur hjá strákunum í dag. 

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í leiknum í dag með 8 mörk. Björgvin Hólmgeirsson gerði 7 mörk.

 

Pólverjarnir skoruðu fyrsta mark leiksins en Haukar gerðu næstu fimm og Pólverjarnir skoruðu ekki í tíu mínútur. Þegar skammt var til hálfleiks var staðan orðin 14-5 Haukum í vil og Haukar héldu áfram að bæta í og þegar hálfleikurinn var allur voru Haukar ellefu mörkum yfir 17-6.

 

Í byrjun seinni hálfleik slöppuðu Haukar ekkert á, og mest náðu þeir tólfa marka forystu 20-8 og 22-10. Þegar rúmlega 10 mínútur eftir leyfði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka síðan öllum  varamönnunum að koma inn á og spreyta sig. Pólverjarnir náðu að minnka muninn undir lokin og lokatölur 29-21.

Eins og fyrr segir var Sigurbergur Sveinsson markahæstur með 8 mörk, Björgvin gerði 7, Elías Már Halldórsson skoraði 5, Freyr Brynjarsson skoraði 3 og þeir Tjörvi Þorgeirsson og Guðmundur Árni Ólafsson settu 2 mörk hvor. Gunnar Berg og Stefán Rafn skoruðu síðan eitt markið hvor.

Birkir Ívar varði 11 bolta og Aron Rafn 2.