Það er oft þannig að þegar lið vinnur bikarmeistaratitilinn að næsti leikur á eftir verði erfiður en það var ekki raunin í kvöld þegar Haukarpiltar tóku á móti FH. Jafnræði var með liðunum í byrjun en í lok fyrri hálfleiks náðu Haukar tveggja marka forystu, 15 – 13. Síðar hálfleikur var Hauka og oft á tíðum ótrúlegt andleysi sem virtist vera í FH liðinu. Lokaniðurstaðan var öruggur sex marka sigur, 31 – 25.
Í lið Hauka vantaði Sigurberg Sveinsson en ákveðið var að hvíla hann þar sem mikið álag bikarhelgarinnar hafði orskað smá vökva inn á hné. Enn og aftur sýndu Haukar að það vantar ekki breiddina í þennan hóp, spiluðu saman sem lið og uppskáru sanngjarnan sigur. Mörkin dreifðust á marga leikmenn eins og vill verða þegar lið spilar vel saman og allir leikmenn fá að koma við sögu.
Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 6/4, Adam Haukur Baumruk 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Einar Pétur Pétursson 4, Tjörvi Þorgeirsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Jónatan Ingi Jónsson 1, Matthías Árni Ingimarsson 1.
Giedrius Morkunas varði 15 skot og Einar Ólafur 1.
Næsti leikur Haukar er útileikur gegn HK og fer hann fram í Digranesi fimmtudaginn 13. mars kl. 19:30.
Í hálfleik var skemmtileg uppákoma þar sem nokkrar þekktar kempur áttust við í þremur boltaþrautum. Frá Haukum voru þetta Petr Baumruk og Halldór Ingólfsson og frá FH Guðjón Árnason og Lárus Long. Ekki gengu fyrstu tvær þrautirnar vel en í síðustu þrautinni skoruðu Haukar 2 stig á meðan FH skoraði 1, þannig að Haukakempurnar hrósuðu sigri.
Áfram Haukar!