Öruggt í dag – komnir á toppinn

Sævar Ingi Haraldsson sækir hér að Elvari SigurjónssyniHaukar unnu Þór frá Akureyri í dag 86-61 í 1. deildinni í körfubolta. Með sigrinum eru Haukar komnir á toppinn í deildinni en KFÍ tapaði í kvöld fyrir Skallagrím.

Haukar eru á toppnum með 10 stig eftir sex leiki eins og Þór Þ. en þessi lið mætast næsta föstudag á Ásvöllum. KFÍ er svo með átta stig en eiga einn leik inni.

Leikur dagsins var frekar skrýtinn og vantaði allt tempó í leikinn en sigur Hauka var öruggur en hefði með réttu átt að vera stærri.

Þó að lokastaðan hafi verið 25 stiga sigur þá vantaði allan kraft í lið Hauka sem er nú á toppnum.

Þórsarar voru mjög sprækir í 1. leikhluta en það var fyrst undir lokin á honum að Haukastrákar fóru að spila af meiri ákefð og náðu forystunni og þegar rétt rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Þeir héldu forystunni út leikinn eftir þetta en í hálfleik munaði 24 stigum 48-24 og lokatölur voru 86-61.

Stigahæstur hjá Haukum var Elvar Steinn Traustason með 13 stig og næstur honum var Helgi Björn Einarsson með 12 stig.

Næsti leikur er næstkomandi föstudag gegn Þór Þ. á Ásvöllum kl. 19:15.

Staðan

Umfjöllun leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Mynd: Sævar Haraldsson var með 9 stig í sigri Hauka í dag – stefan@haukar.is