Öðrum degi mótsins lokið

Öðrum degi Hafnarfjarðarmóts Sjóvá er lokið. Eftir hádegi í dag hófust 1. deild A og 1. deild B og 2. deild B kláraðist. Í 2. deild B liða sigraði Stjarnan, FH hafnaði í 2. sæti og Valur í 3. sæti. Öll liðin fengu 10 stig, Stjarnan var með 4 mörk í plús í innbirgðis viðureignum, FH 1 í plús og Valur 4 í mínus. UMFA fékk 5 stig, Ármann/Þróttur 5 stig, Fjölnir 2 stig og Haukar 1 stig. Í 1. deild A liða hafa Fylkir og FH 6 stig, Haukar og Stjarnan 4 stig, Fram og Valur 2 stig og ÍBV ekkert. Í 1. deild B liða hefur ÍR 5 stig, Grótta 2, Fylkir og ÍBV 4 stig, Fram 3 stig, HK 2 stig og Grótta 1 0 stig. Á morgun klárast 1. og 2. deild A liða og 1. deild B liða.