Ívar Ásgrímsson mun stýra liði Hauka þegar að strákarnir spila gegn Grindavík, suður með sjó, í kvöld. Eins og fram kom á þriðjudaginn sagði Pétur Ingvarsson starfi sínu lausu og hefur Ívar verið fenginn til þess að stýra liðinu tímabundið eða þangað til að gengið verður frá ráðningu nýs þjálfara.
Ívar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár og er yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. Hann er alls ekki ókunnugur þjálfun meistaraflokks en hann þjálfaði Haukaliðið síðast um aldarmótin við fínan árangur en einnig hefur hann þjálfað karlalið Snæfells og kvennalið ÍS svo eitthvað sé nefnt.
Stuðningur við strákana í liðinu er mikilvægur og því væri gaman að sjá sem flesta á leiknum í kvöld sem að hefst kl. 19:15 og verður leikinn í Grindavík.