Íslandsmót Grunnskólasveita

Haukamenn eru að standa sig vel á Íslandsmótinu en 2 sveitir eru frá skólum í Hafnarfirði þe. frá Hvaleyrarskóla sem er nú í 4 sæti með 14 vinninga af 20 mögulegum, vinningi eftir Garðaskóla en þá sveit leiðir enginn annar en Haukamaðurinn Sverrir Þorgeirsson (4 af 5).

Alls taka 30 sveitir þátt í mótinu.

Hvaleyrarskóli er í 4 sæti eins og er og skipa þeir Svanberg Már Pálsson (4 af 5), Kristján Ari Sigurðsson (4 af 5), Geir Guðbrandsson (4 af 5), Herbert Ingi Sigfússon (0 af 2) og Stefán Freyr Pálsson (2 af 3).

Setbergsskóli er í 21 sæti með 8 vinninga og standa sig mjög vel miðað við að 1. borðs maður sveitarinnar er aðeins 8-9 ára gamall en hann er fæddur 1996. Sveitina skipa Hans Adolf Linnet (2 v. af 4), Agnes Linnet (2 af 4), Arnór Ingi Björnsson (1 af 4), Jón Guðnason (1 af 4) og Dagný Þorgilsdóttir (2 af 4)

Liðsstjóri beggja sveitanna er Páll Sigurðsson

Nánari fréttir af mótinu koma á skak.is