Ísland vs. Austurríki að Ásvöllum í kvöld kl. 19:30

Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins en hann þekkir sig vel á Ásvöllum enda þjálfar hann líka topplið HaukaAron Kristjánsson landsliðsþjálfari Íslands er líka öllum hnútum kunnugur að Ásvöllum enda fyrrverandi leikmaður og þjálfari HaukaÍsland og Austurríki mætast í tveimur vináttulandsleikjum á Íslandi. Fyrri leikur liðsins verður í kvöld, föstudaginn 4.apríl, í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Þjálfarar liðanna, Aron og Patrekur, þekkjast vel og lékum saman með landsliðinu á árum áður. Þeir hafa báðir náð prýðis árangri sem landsliðsþjálfarar og einnig þjálfað Haukaliðið með góðum árangri en Patrekur tók við af Aroni sem þjálfari karlaliðs Hauka síðasta vor.
Leikurinn hefst kl.19.30 og verður hann í heild sinni í beinni útsendingu á RÚV Íþróttir en síðari hálfleikur verður í beinni á RÚV.
Forsala miða hefst mánudaginn 31.mars á afgreiðslustöðvum Olís á Höfuðborgarsvæðinu.
Miðaverð er kr. 2.500 nema fyrir yngri en 7 ára sem fá frítt en börnin verða þá að sitja með foreldrum sínum (upplýsingar frá HSÍ).

Áfram Ísland!