Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóveníu á Ásvöllum í kvöld 69-94.
Íslenska liðið lék vel á köflum en þegar upp var staðið þá réð það ekki við frábært slóvenskt lið.
Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Írlandi á útivelli á laugardag.
Helena Sverrisdóttir var allt í öllu hjá Íslandi en hún skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var því aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni eftirsóttu.
Kristrún Sigurjónsdóttir var í byrjunarliðinu og skoraði 9 stig og tók 4 fráköst.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir lék fjórar mínútur í leiknum og á þeim tíma varði hún tvö skot og tók eitt frákast.
Mynd: stebbi@karfan.is – Kristrún Sigurjónsdóttir lék ágætlega í liði Íslands í kvöld en Haukastúlkan er að stimpla sig rækilega inn í liðið.