Við viljum benda fólki á það, að ÚRSLITALEIKURINN í Ólympíuleikunum verður sýndur á Ásvöllum á morgun.
En fyrir þá sem hafa algjörlega lokað fyrir allar fréttir og haldið sig inni þá eru Íslendingar með Ásgeir Örn Hallgrímsson í broddi fylkingar komnir í úrslitaleikinn og spila þeir gegn Frökkum á morgun.
Leikurinn hefst klukkan 07.45 en húsið opnar klukkan 07.15.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á Ásvelli í fyrramálið.
ÁFRAM HAUKAR og ÍSLAND!