Haukar tóku á móti fyrstu deildarliði KFÍ í kvöld í Lengjubikar karla. Leikurinn átti upphaflega að vera á sunnudagskvöld en þurfti að fresta vegna veðurs. KFÍ sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er með öflugt lið í vetur sem gerir án efa tilkall til sæti meðal þeirra bestu. Þeir sýndu íþað kvöld að þeir geta náð góðum úrslitum með klókum leik og mikilli baráttu.
Haukar tefldu fram sýnu sterkasta liði í kvöld að undanskildum Sævari Inga Haraldssyni, sem var hvíldur en bakið hefur aðeins verið að stríða honum að undanförnu.
Gestirnir byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 2-6 og 9-14. En Haukar enduðu breyttu stöðunni í 16-14 rétt áður en fyrsta leikhluta lauk. Ísfirðingar enduðu á síðustu fjórum stig leikhlutans og leiddu 16-18 að honum loknum.
Í öðrum leikhluta náðu Haukar frumkvæðinu í leiknum þó að staðan í hálfleik hafi verið 34-35 gestunum í vil.
Í þriðja leikhluta hófu Haukar að sýna vígtennurnar og fóru að auka muninn. Þeir náðu frábærum lokaspretti og leiddu 63-51 og allt útlit fyrir að Haukarnir gætu keyrt muninn upp enn frekar. KFÍ missti einn besta leikmann sinn einmitt útaf á þessum kafla. En honum var vikið úr húsi fyrir kjaftbrúk.
Ísfirðingar létu svoleiðis mál ekkert slá sig út af laginu og fóru um miðjan fjórða leikhluta að saxa á forskotið af krafti. Gestirnir náðu að jafna leikinn 72-72 þegar um tvær mínútur voru eftir.
KFÍ komst yfir þegar um mínúta var eftir af leiknum. Haukar fengu tvö vítaskot til að jafna leikinn þegar 15 sekúndur voru eftir. En bæði vítaskot Hauka fór forgörðum. Ísfirðingar bættu við tveimur stigum og munurinn var því kominn í fjögur stig og skammt til leiksloka. Haukar náðu að minnka muninn en Ísfirðingar kláruðu leikinn á línunni og unnu 76-79 vinnusigur.
Hjá Haukum var enginn að skara framúr en Jovonni Shuler var með 17 stig. Óskar Ingi Magnússon átti sinn besta sóknarleik í kvöld en hann setti 12 stig úr sex skotum af átta skottilraunum.
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is
Umfjöllun úr leiknum á Karfan.is
Næsti leikur liðsins er á föstudag í Iceland Express-deildinni