Úrvalslið fyrri umferðar Iceland Express deildarinnar var tilkynnt í dag þar sem að Jaleesa Butler leikmaður Keflavíkur var valin besti leikmaður fyrri hlutans og Sverrir Sverrisson þjálfari Njarðvíkur var valinn besti þjálfarinn.
Íris Sverrisdóttir, Haukum, var valin dugnaðarforkur fyrri hlutans.
Úrvalsliðið er skipað eftirtöldum aðilum.
Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Petrúnella Skúladóttir, Njarðvík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Jaleesa Butler, Keflavík.