Í kvöld, mætir Haukar U efsta liði 1.deildar, liði ÍR. ÍR eru í efsta sætinu með jafn mörg stig og Afturelding en bæði lið hafa sigrað báða leiki sína í deildinni.
Haukar U hafa aftur á móti sigrað einn leik og tapað einum.
Leikurinn fer fram í Austurbergi og hefst leikurinn klukkan 19:30.
ÍR-ingar hófu tímabilið á sigri gegn ÍBV með 3 mörkum og í síðustu umferð sigruðu þeir lið Selfoss á Selfossi með 5 mörkum, 30-35.
Haukar U aftur á móti rótburstuðu lið Fjölnis, 34-17 í fyrsta leik en byðu lægri hlut gegn Gróttu í síðasta leik með einu marki 23-24.
Annar leikur verður í 1.deildinni á morgun, þegar Grótta tekur á móti Fjölni.
3.umferðin lýkur svo á laugardaginn með tveimur leikjum. Afturelding – ÍBV og að lokum Þróttur R. – Selfoss.
Við hvetjum Haukafólk til að kíkja við í Austurbergið og hvetja strákana en byrjunin hjá þeim lofar góðu fyrir félagið, enda hér á ferð framtíðarleikmenn Hauka og landsins.