Meistaraflokkur kvenna leikur við ÍR á ÍR-vellinum á þriðjudag og hefst leikurinn kl. 19:00.
Það hefur gengið vel í síðustu fjórum leikjum hjá Haukum og stúlkurnar spilað vel. Þær hafa í þessum fjórum leikjum skilað tólf stigum í hús og skorað fjórtán mörk en ekki fengið á sig mark. Það er vonandi að þetta góða gengi haldi áfram.
Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum við ÍR var markalaus þrátt fyrir nokkur ágæt marktækifæri en það var ákveðið Haukalið sem kom til leiks í síðari hálfleik og skoraði þrjú mörk gegn engu marki ÍR. Nú verður ÍR á heimavelli en ÍR hefur gengið vel í síðustu tveimur leikjum. Fyrst unnu þær Tindastól heima, 2-1, og síðan gerðu ÍR-stúlkur góða ferð á
Húsavík þar sem þær unnu Völsung 1-0. Það er því ljóst að Haukastúlkur verða að koma einbeittar og ákveðnar í seinni leikinn gegn sprækum ÍR-stúlkum.
Við látum nokkrar myndir frá fyrri leik félaganna á Ásvöllum fylgja hér með og hvetjum um leið stuðningsmenn Hauka til að mæta á ÍR-völlinn á þriðjudag og styðja stelpurnar okkar til sigurs á lokasprettinum á Íslandsmótinu. Þær eru þar í baráttu við Selfoss um efsta sætið í riðlinum en stöðuna og næstu leiki má sjá hér, http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24186.
Áfram Haukar!