Íþróttaskólinn hefst á mánudaginn

Undirbúningur fyrir Íþróttaskóla Hauka og Víkurfrétta er í fullum gangi þessa dagana en fyrsta námskeiðið hefst á mánudaginn 6. júní. Í sumar verða alls tíu námskeið í boði ætluð börnum á aldrinum 6 til 12 ára. Svo verður einnig Íþróttaleikskóli starfræktur seinna í sumar.

Í vikunni voru leiðbeinendur að undirbúa sig og hluti af þeim undirbúning er að sækja A-stigs þjálfaranámskeið ÍSÍ og skyndihjálparnámskeið.

Er það stefna allra sem koma að Íþróttaskóla Hauka og Víkurfrétta að allir starfsmenn verða vel undirbúnir fyrir verkefni sumarsins.

Starfsmenn voru einbeittir á undirbúningsnámskeiðinu enda verðugt verkefni framundan.