Það mættu alls 11 manns á æfinguna sjálfa og má hún teljast nokkuð jöfn þrátt fyrir að forusta Sverrir Þ. hafi ekki verið í hættu en hann sigraði æfinguna með fullu húsi. Á eftir honum komu Daníel og Jón Mag. með 7 vinninga. Gunnar var eingöngu hálfum vinningi frá þeim í fjórða sæti með 6,5 v. En hér koma úrslitin í heild sinni:
1. Sverrir Þ. með 10 vinninga
2.-3. Daníel og Jón Mag. með 7 v.
4. Gunnar með 6,5 v.
5.-6. Aui og Gísli með 5 v.
7. Geir með 4,5
8.-9. Oddgeir og Raggi með 3 v.
10.-11. Jón Hákon og Sverrir (eldri) með 2 v.
Eftir það var ákveðið að fara í liðakeppni og bættust við í hópinn Varði og undirritaður en á sama tíma fækkaði jafnframt. En svona voru liðin skipuð.
Lið 1. Lið 2.
Sverrir Þ. Varði
Jón Mag. Daníel
Aui Geir
Sverrir Kiddi
En 1. umf. fór 1-3 fyrir liði 2, önnur og þriðja voru jafntefli (2-2) og fjórða og síðasta fór 3-1 fyrir liði 1. Sem sagt endaði liðakeppnin á jafntefli og var látið þar við sitja.
Skákæfingarnar eru haldnar á þriðjudögum kl. 19:30, í samkomusal Haukahússins á Ásvöllum. Við hvetjum sem flesta að mæta!
E.S. Það væri gaman að sjá hversu mikil áhugi er fyrir að setja æfingarnar á netið og hvort hugsanlegt sé að setja upp tölfræðiyfirlit yfir mánuðina. Endilega hafa samband við undirritaðan, Kv. Kristján.