Kæru Haukamenn
Eftir þetta stórkostlega ævintýri, sem STRÁKARNIR OKKAR gáfu okkur á Ólympíuleikunum, með þjóðaríþróttinni, er tími til kominn að byrja að æfingar.
Æfingar yngri flokka Hauka hefjast skv. æfingatöflu, sem hægt er að finna á heimsíðunni okkar hér til hliðar undir liðnum „Yngri flokkar“, frá og með morgundeginum 25. ágúst, að undanskyldum 8. flokki sem byrjar æfingar ekki fyrr en 1. september.
Við tökum vel á móti öllum iðkendum og eru þeir velkomnir hvenær sem er á æfingar til að prufa, þjóðaríþróttina.
Vegna landsleikja í körfubolta 27. ágúst og 3.september, falla æfingar niður á Ásvöllum.
Vegna Hafnarfjarðarmóts í handknattleik falla æfingar í Strandgötu niður frá kl. 17:00 föstudaginn 29. ágúst og frá kl 13:00 30. ágúst.
Eftirfarandi breyting er gerð 26. ágúst: „Vegna uppskeruhátíðar yngri flokka í knattspyrnu falla niður æfingar á Ásvöllum sunnudaginn 31. ágúst frá kl. 12:00 . „
Unglingaráð hkd. Hauka