Æfingarleikur

Sælar,

Æfingaleikurinn á sunnudaginn verður klukkan 17:00 og honum lýkur um kl: 18:30. Það eiga allar að mæta og vegna forfalla verðið þið að vera allan tímann. Ég mun reyna að láta alla spila jafnt en þó gæti verið að einhverjir spili meira en aðrir.

Látið þetta berast á milli ykkar að leikurinn hefjist kl: 17:00 og það er mæting kl: 16:30.

Vonandi slítur þetta ekki daginn ykkar mikið. Þið getið eytt deginum með foreldrum ykkar og fjölskyldu og boðið þeim svo að koma að horfa á ykkur spila.

Kvittið neðst um að þið hafið meðtekið þetta því ég mun senda skilaboð á þær sem ekki lesa þetta.

Munið mæting kl: 16:30 á gervigrasið Ásvöllum.

kv. Óli