Æfingaleikur við Fjölni á mánudaginn

HaukarÁ mánudaginn mun meistaraflokkur karla leika sinn annan æfingarleik á undirbúningstímabilinu og nú gegn 1.deildarliðinu Fjölni sem féll úr Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 18:30.

Haukar spiluðu í síðustu viku gegn Víking og sigruðu þann leik 2-1 með mörkum frá Arnari Gunnlaugssyni og Guðjóni Pétri Lýðssyni. 

Við hvetjum Haukafólk til að mæta á leikinn og sjá liðið spila gegn liði sem lék í deild þeirra bestu á síðasta tímabili.