Æfingaleikur og mót

Á laugardaginn í næstu viku verður æfingaleikur hjá okkur. Æfingaleikurinn verður í íþróttahúsi Hagaskóla við KR. Mæting er í Hagaskóla klukkan 8:45 og hefst leikurinn klukkan 9 og stendur til 11. Íþróttahúsið er mitt á milli Hagaskóla og Melaskóla. Keyrt er að húsinu beint á móti Melaskóla. Þetta er rétt hjá Háskólabíói. Helgina 22.-27. nóvember verður svo annað mótið okkar. Það verður haldið hjá HK. Það verður ekki foreldrafundur fyrir það mót eins og síðast og munu miðar vegna mótsins verða afhentir á æfingunni á þriðjudaginn í næstu viku. kv. Steinar