Meistaraflokkur karla undir stjórn Ólafs Jóhannessonar leikur sinn annan æfingaleik á þessu undirbúningstímabili, næstkomandi laugardag og það gegn Breiðablik.
Leikurinn fer fram í Fífunni í Kópavogi og hefst leikurinn klukkan 11:00.
Eins og greint var frá hér á síðunni fyrr í þessari viku, þá léku Haukar sinn fyrsta æfingaleik undir stjórn nýs þjálfara síðastliðinn laugardag, er Haukar unnu hitt Kópavogsliðið, HK 3-2 í hörkuleik.
Við hvetjum Haukafólk til að kíkja við í Fífuna, næstkomandi laugardag.
Áfram Haukar!