Árgangamót körfuknattleiksdeildar

Árgangamót körfuknattleiksdeildar er komið á dagskrá og verður að þessu sinni 3. nóvember. Er þetta í annað skiptið sem þetta er haldið og heppnaðist síðasta mót virkilega vel.

Allir þeir sem fæddir eru ’82 eða fyrr og hafa stundað körfuknattleik með Haukum eru gjaldgengir fyrir utan leikmenn sem spiluðu í efstu deild eða í 1. deild á síðasta ári.

Hægt er að skrá sig í mótið hjá ivar@haukar.is, baldur@hafnarfjordur.is eða hallister@gmail.com.

Verð er 4500 krónur fyrir mótið, mat um kvöldið og miða á leik hjá meistaraflokki karla.