Árgangamót Hauka í körfubolta

Árgangamót Hauka í körfubolta verður haldið í fyrsta skipti á laugardaginn næstkomandi og er þetta opið öllum sem æft hafa körfubolta hjá Haukum á einhverjum tímapunkti og eru fæddir 1981 eða fyrr. Fyrrverandi stjórnarmönnum er einnig velkomið að vera með hvort sem er að keppa eða mæta á hófið um kvöldið.

Herlegheitin hefjast kl. 16:00 og endar svo með mat og drykk um kvöldið í veislusal Hauka á Ásvöllum.

Ekki missa af þessu tækifæri til að koma og hitta gamla félaga og rifja upp bæði gamla tíma sem og taktana á dansgólfinu.

Þátttökugjald er 4500 krónur og hægt er að skrá sig á ivar@haukar.is, baldur@hafnarfjordur.is og hallister@gmail.com