Árgangamót í körfubolta

Árgangamót Hauka í körfubolta er á næsta leiti og ekki seinna vænna en að dusta rykið af skónum, blása í boltana og finna sér körfu til að rifja upp taktana.

Laugardaginn 11. október verður Árgangamótið haldið með sama sniði og undanfarin ár fyrir utan að matur og almenn gleði mun fara fram uppi á palli í stað veislusalsins.

 
Verðið er 5000 krónur fyrir mót og mat og við skráningu ferðu á gestalista fyrir leik Hauka og Grindavíkur sem fer fram á Ásvöllum þann 10. október en þetta er jafnframt fyrsti leikur Hauka í Domino’s deildinni á leiktíðinni. 

Skráning er hafin og ekki eftir neinu að bíða.

Árgangamót í körfubolta

Árlegt árgangamót Hauka í körfuknattleik er á næsta leiti en mótið verður haldið þann 5. október næstkomandi. Er þetta í þriðja skipti sem mótið er haldið en fyrri mót hafa gengið vel og mikil stemning myndast.

Allir þeir sem æft hafa körfuknattleik með Haukum á einhverjum tímapunkti, og eru fæddir 1983 eða fyrr, eru gjaldgengir fyrir utan þá sem spiluðu í efstu tveimur deildum á síðustu leiktíð.

Opnað hefur fyrir skráningu og er því um að gera að fara að hóa gamla liðsfélaga saman.