Árgangamót Hauka í körfubolta er á næsta leiti og ekki seinna vænna en að dusta rykið af skónum, blása í boltana og finna sér körfu til að rifja upp taktana.
Laugardaginn 11. október verður Árgangamótið haldið með sama sniði og undanfarin ár fyrir utan að matur og almenn gleði mun fara fram uppi á palli í stað veislusalsins.
Verðið er 5000 krónur fyrir mót og mat og við skráningu ferðu á gestalista fyrir leik Hauka og Grindavíkur sem fer fram á Ásvöllum þann 10. október en þetta er jafnframt fyrsti leikur Hauka í Domino’s deildinni á leiktíðinni.
Skráning er hafin og ekki eftir neinu að bíða.