Það var hinn átta ára Ágúst Goði Kjartansson sem að var fyrstur til að setja niður CocaCola skotið í vetur en þessi leikur hefur verið i gangi á heimaleikjum Hauka í vetur. Ágúst fékk að skjóta frá þriggja stiga línunni og smell hitti boltanum í körfuna. Fyrir vikið hélt pjakkurinn mjög sáttur heim með 10 kassa af Coce í farteskinu.
Hægt er að sjá myndbrot af skoti Ágústar hér fyrir neðan.