Áframhald á afhendingu búninga

Ákveðið hefur verið að í þessari viku verður framhald á afhendingu keppnisbúninga fyrir yngri flokka á Ásvöllum. Þeir verða einungis afhentir sé búið að greiða fyrir þá en greiða þarf 6.000 krónur. Hægt er að greiða á staðnum eða leggja inn á reikning unglingaráðs (reikn. 1101-26-6866, kt. 670281-0279) og þarf þá að koma með kvittun til staðfestingar.

Afhendingatímar verða eftirfarandi:
þriðjudagur 27. nóvember       19:30 – 20:30
miðvikudagur 28. nóvember    19:30 – 21:00
fimmtudagur 29. nóvember     18:30 – 19:30

Iðkendur 7.,6., og 5. flokka hafa flestir fengið keppnisbúnginn sinn.  Þeir sem eiga eftir eru hvattir til þess að nýta sér afhendingartímann í vikunni.

Eins eru 4. flokkur, unglingaflokkur og 2. flokkur, sérstaklega hvattir til að sækja búningana sína í vikunni.   

Um er að ræða síðasta auglýsta opnunartímann!!!  Eftir það verður einungis hægt að nálgast búninga í tengslum við leiki meistarflokka. 

Unglingaráð hkd. Hauka