Áfram í bikarnum

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik í VÍSA–bikar kvenna en þessi leikur var leikur í fyrstu umferð og sigurvegarinn úr leiknum myndi leika við Fjölni í annarri umferð. Þessi leikur var haldinn föstudaginn 9. júní í blíðskapar veðri en miðað við veðrið voru ekki margir áhorfendur.

Byrjunarlið Hauka var alveg eins og á móti HK/Víking en sá leikur var leikinn fyrr í vikunni. Lið Hauka var þannig skipað að Jelena var í markinu, fyrir farman hana voru Aðalheiður Sigfúsdóttir (Allý), Saga K. Finnbogadóttir, Fríða Rúnasdóttir og Margrét Stefánsdóttir. Á miðjunni voru Björk Gunnarsdóttir, Chris Aureja, Björg Magnea Ólafs og Þórdís Pétursdóttir. Síðan í fermsti víglínu voru Alexandra Mladenovic og Linda Rós Þorláksdóttir en hún var einnig fyrirliði Haukastelpna.

Leikurinn byrjaði heldur fjörlega því strax á 5. mínútu fengu Haukar dæmda vítaspyrnu þegar Hólmfríður Erna Kjartansdóttir braut á Alexöndru inn í vítateig Ægis. Vítaspyrnuna tók Björg Magnea og skoraði af miklu öryggi og staðan orðin 1 – 0 Haukum í vil.

Ægis stelpur vörðu á línu á 10. mínútu eftir skot frá Lindu en hún fékk boltann frá Alexöndru eftir að hún átti góðann sprett inn í teig. Alexandra slapp svo ein inn í gegn á 27. mínútu þegar hún fékk sendingu frá Björg en Alexandra nýtti færið að stakri prýði og kom Haukum í 2 – 0.

Á 29. mínútu fengu Haukar hornspyrnu og upp úr henni barst boltinn til Bjargar sem skoraði af stuttu færi og kom Haukum í 3 – 0. Linda var komin inn í teig þegar brotið var á henni en í stað þess að dæma víti dæmdi Vilhjámur Alvar Þórarinsson aukaspyrnu á Lindu og sýndi henni gult spjald. Fátt markvert gerðist á þeim mínútum sem eftir voru af fyrri hálfleik.

Haukar gerðu eina breytingu á liði sínu í hálfleik þá kom Ásdís Finnsdóttir inn á og Margrét Stefánsdóttir fór útaf. Seinni hálfleikur byrjaði með látum því strax á 49. mínútu átti Alexandra gott skot í slánna og niður og þá ráðfærði Vilhjámur Alvar Þórarinsson dómari leiksins sig við línuvörðinn og eftir þær samræður var dæmt mark og staðan orðin 4 – 0 og Alexandra komin með tvö mörk. Svo á 51. mínútu innsiglað Björg þrennuna en hún potaði boltanum innfyrir línuna eftir að Haukar hefðu tekið aukaspyrnu við hornfánann vinstra megin, staðan því orðin 5 – 0.

Á 57. mínútu gerðu Haukar tvöfalda breytingu á liði sínu þegar Svava Björnsdóttir og Dagbjört Agnarsdóttir komu inn á fyrir Björk Gunnarsdóttur og Alexöndru Mladenovic.

Tveim mínútum síðan fékk Svava boltann í miðjum vítateig Ægis. Svava tók boltann niður á kassann og skaut síðan glæsilegu skoti óvejrandi fyrir Bryndísi Láru Hrafnsdóttur markmann Ægis og staðan orðin 6 – 0.

Næstu mínúturnar gerðist fáttt sem er frásögulegt en það var ekki fyrr en á 73. mínútu en þá slapp Linda ein inn í gegn en stoppaði og sendi boltann út á Dagbjörtu sem kom á fleygiferð og skaut í fyrsta beint í fjærhornið óverjandi fyrir Bryndísi Láru í marki Ægis og staðan orðin 7 – 0.

Svo á 83. mínútu fékk Linda sendingu þegar hún stóð rétt við mark Ægis en Linda skaut í stöng.

Eftir lítinn uppbótartíma flautaði Vilhjámur Alvar Þórarinsson til leiksloka og 7 – 0 sigur staðreynd. Það var ein stelpa í Hauka liðinu sem var áberandi best en hún barðist eins og ljón allan tímann en það var Björg Magnea Ólafs.

Með þessum sigri var farseðill í næstu umferð öruggur en þar spila Hauka stelpur á moti Fjölni en sá leikur verður leikinn á Ásvöllum föstudaginn 30. maí en næsti leikur í deildinni er á móti Þrótti á Ásvöllum þriðjudaginn 13. júní og hvet ég sem flesta að mæta á þann leik því þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni að komast í umspil um sæti í Landsbankadeild að ári. Áfram Haukar!!!

Áfram í bikarnum

Í gærkvöldi hófst hörkuleikur milli Hauka og Fylkis í 16. liða úrslitum bikarsins. Leikurinn hófst af krafti þar sem það eru engin önnur tækifæri í útsláttarkeppnum sem þessari. Þó svo að Fylkir eru í 2. sæti í A-riðli 2. flokks en við í C-riðli ætluðum við ekkert að gefa eftir. Leikurinn við nokkuð jafn þegar leið á leikinn, en um miðjan hálfleikinn átti Jonni glæsilega sendingu inn fyrir á Ryan, sem var nýkominn aftur eftir vikudvöl á Englandi. Ryan fór framhjá 2 varnarmönnum og afgreiddi boltann vel í gegnum klofið á markmanninum. Nokkrum mínútum síðar komust Fylkismenn þó aftur inní leikinn og skoruðu þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum. Stuttu seinna fékk einn Fylkismanna að líta rauða spjaldið eftir að hafa fengið 2 gul á sömu mínútu, annað fyrir peysutog, hitt fyrir að mótmæla þeim dómi. Staðan í hálfleik var því 1-1. Síðari hálfleikurinn innihélt enn meiri spennu og dramatík. Í seinni hluta hálfleiksins var Jónas aftur á ferðinni með sendingu inní vítateiginn. Luke, hinn Englendingurinn okkar, stökk þar manna hæst og skallaði boltann yfir markmanninn og kom okkur í 2-1. 10 mínútum fyrir leikslok kom Elli inná eftir langa fjarveru vegna meiðsla í stað Hilmars Geirs, sem fór út af vegna meiðsla. Þegar um 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gerði Andri sig sekan um að halda boltanum of lengi, þannig að Fylkismenn náðu honum og fengu síðan aukaspyrnu. Henni var spyrnt frá miðju og í klafsi í teignum náðu Fylkismenn að jafna. Miðjan var tekin og um leið var flautað til enda síðari hálfleiks. Það þurfti því að framlengja leikinn. Þá héldu margir að þetta væri búið. Guðbjörn kom sterkur inn í stað Ryans þegar nokkrar mínútur voru liðnar af framlengingunni. Hann kom með nýtt blóð í liðið. Jónas var enn og aftur á ferðinni og kom hann okkur í 3-2 með frábærri afgreiðslu, með vinstri, eftir fyrirgjöf. Við fórum því í hálfleik framlengingarinnar með stöðuna 3-2. Í miðjum síðari hálfleik framlengingarinnar var Hilmar E kominn einn á móti markmanninum en markmaðurinn varði vel og boltinn rann út þar sem Andri sneri sér við og skaut í nánast autt markið. Stuttu síðar var leikurinn flautaður af og ljóst var að Haukar voru komnir í 8. liða úrslit. Sá leikur er skráður á föstudaginn eftir viku og er gegn Breiðablik.
Einnig vil ég þakka áhorfendum og stuðningsmönnum fyrir frábæran leik.

Byrjunarlið:
Mark: Beggi
Vörn: Dagur, Pétur, Bjarki og Davíð
Miðja: Jonni, Luke, Ryan og Hilmar E
Sókn: Hilmar G og Andri

Inná komu:
Elli (Hilmar G), Guðbjörn (Ryan)

Mörk:
Ryan, Luke, Jonni, Andri

Áfram í bikarnum

Við mættum ferskir á þessum sólríka degi á hlíðarenda til að mæta Valsmönnum í fyrstu umferð í bikarnum. Leikurinn byrjaði að krafti og bæði lið vildu ekki gefa neitt eftir þar sem það væri ekkert annað tækifæri í svona keppni. Þó byrjuðum við betur og skoruðum snemma leiks. Það var Hilmar Geir sem gerði það, vippaði frábærlega yfir markmanninn, eftir góða sendingu frá nafna sínum á miðjunni, Hilmari Trausta. Hilmar Geir var síðan óheppinn nokkrum sinnum restina af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var s.s. 0-1 fyrir Haukum. Við vorum ákveðnar eða gefa ekkert eftir í síðari hálfleik og stóðum vel við það. Ryan, sem hefur staðið sig frábærlega með okkur í sumar skoraði fallegt mark eftir að hafa sólað vörnina uppúr skónum og klára með snyrtilegu skoti framhjá markmanninum. Eftir það var ekkert aftur snúið og bættum við einungis í leikinn. Hilmar Geir var aftur á ferðinni með ekki síðra mark en Ryan eftir að hafa rekið boltann framhjá hverjum varnarmanni fram og til baka og kláraði málið með einföldu og góðu skoti framhjá markmanninum. Hálfleikurinn var um það bil hálfnaður og við vorum komnir í vænlega stöðu, 0-3. Stuttu síðar var Luke í baráttu við markmanninn ,sem átti langt úthlaup, fyrir utan teiginn. Markmaðurinn náði þó að spyrna boltanum, en ekki fór hann langt. Boltinn fór beint í lappirnar á Andra, ~35 metra frá markinu, sem þurfti ekki annað en að spyrna boltanum í autt markið. Staðan orðinn nokkuð örugg en hættum við þó ekki að berjast. Skiptingar áttu sér stað og komu Addi og Binni sterkir inní vörnina fyrir Davíð og Jónas, sem áttu báðir mjög góðan leik, sem og Addi og Binni með góða innkomu. Stuttu síðar kom Guðjón inn fyrir Ryan, sem átti í smávægilegum meiðslum að stríða. Guðjón fór á hægri kantinn, Luke fór fram og Hilmar Geir á miðjuna. Undirskrifaður fannst þetta einn besti leikur sem sést hefur til Guðjóns og kom hann með ferskt blóð í liðið. Síðan nokkrum mínútum seinna kom Guðbjörn ákveðinn inn á miðjuna í staðin fyrir Hilmar Geir.
Þess má geta að Beggi stóð sig sem hetja og varði oft á tímum hetjulega.
Góður sigur, 4-0, og mætum síðan Fylki í næstu umferð mótsins.

Byrjunarlið:
Mark: Beggi
Vörn: Davíð, Pétur, Bjarki og Jonni
Miðja: Luke, Ryan, Hilmar T og Hilmar E
Sókn: Hilmar G og Andri

Inná komu:
Addi(Davíð), Binni(Jonni), Guðjón(Ryan), Guðbjörn(Hilmar G),

Áfram í Bikarnum

Eftir slappa byrjun í íslandsmóti þar sem við töpuðum 1-4 fyrir Val á ásvöllum þá fengum við bikarleik í gær, mánudag til að bæta um betur. Sá leikur var við UMFH (Ungmennafélag Hrunamannahrepps) og þurftum við að fara á flúðir til að spila leikinn. Í stuttu máli þá var þetta mjög léttur leikur fyrir okkur og UMFH áttu aldrei séns í leik sem snérist fljótt útí vitleysu þar sem dómarinn var ekki góður og fólkið á hliðarlínunni hjá UMFH rífandi kjaft allan leikinn og kvetja sína menn til að brjóta á okkur. En við létum það ekki á okkur fá og unnum leikinn 13-0, ég er ekki með röðina á mörkunum á hreinu þar sem þetta er slatti af mörkum.

Byrjunarlið:
Mark: Sibbi
Vörn: Friffi, Viktor Ari, Villi, Emil
Miðja: Svenni, Þórhallur, Kári, Úlli, Viktor Ingi
Frammi: Garðar

Mörk: Svenni 3, Garðar 2, Úlli 2, Þórhallur, Viktor Ingi, Emil, Villi, Viktor Ari, Friffi

Inná Komu: Sævar (Viktor Ari), Hjörtur (Kári)