„Ætlum við ekki að fylla kofann ?“

Þá heldur umfjöllunin um stórleikinn á föstudaginn áfram, en þið sem ekki vitið um hvað ég er að tala, þá er ég að tala um stórleik, Hauka og Fram í N1-deild karla, en leikurinn er settur á klukkan 19.15 á Ásvöllum.  

Allir leikmenn Hauka eru verulega tilbúnir í leikinn og lítið um meiðsli í hópnum, þó að það sé alltaf eitthver meiðsli til staðar.
Á síðasta degi marsmánaðar skiptu Framarar um þjálfara, er Ferenc Buday og stjórn handknattleiksdeildar Fram náðu samkomulagi um Buday mundi láta að störfum sem þjálfari liðsins, en nokkrum dögum áður hafði Fram samið við Viggó Sigurðsson um að taka við liðinu eftir tímabilið. Magnús Jónsson tók við liðinu af Ferenc Buday og mun stjórna því út tímabilið. En Magnús Jónsson stýrði einmitt liðinu til sigurs í Deildarbikarnum er Ferenc Buday var í jólafríi. Magnús er því enn taplaus sem þjálfari mfl. Karla hjá Fram en hann stýrði liðinu til sigurs gegn Akureyri í síðustu umferð.

Magnús Sigmundsson einn af markvörðum Hauka lofaði fyrir leikinn gegn Val í þar síðustu umferð, betri markvörslu en í undanförnum leikjum, þeir bræðurnir, Maggi og Gísli Guðmundsson vörðu samtals 15 bolta í leiknum og á tímabili lokuðu þeir markinu.

„Þetta verður örugglega hörkuleikur enda Íslandsmeistaratitill í boði fyrir okkur hjá Haukum þannig að við komum vel stemmdir í leikinn enda erum við ekki búnir að vinna neitt enn.“ sagði Maggi aðspurður um leikinn á föstudaginn.  „Við höfum haft smá tak á  Fram í  deildinni í vetur og þeir vilja örugglega breyta því og eins eru örugglega einhverjir af þeim að sanna sig fyrir Viggó (Sigurðssyni) sem tekur við liðinu eftir þetta  tímabil.“
Maggi sagði svo að leikmenn Hauka væru ekki búnir að gleyma úrslitaleiknum í Deildarbikarnum, en þá sigruðu Framarar með hjálp dómara og riturum leiksins „Við erum auðvitað ekki búnir  að gleyma deildarbikarnum sem vannst á sérkennilegan máta en þar fögnuðu Framarar sigri á okkur í hörku leik.“
„Það eru nokkrir í liðinu hjá okkur sem hafa ekki orðið Íslandsmeistarar og á ég von á að þeir verði virkilega virkir í þessum leik.  Vona að það verði góð mæting hjá stuðningsmönnum Hauka og öllum Hafnfirðingum enda er Hafnarfjörður þekktur sem  handboltabær með tvö lið í úrvalsdeildinni næsta tímabil.“

Umfjöllun um leikinn mun halda áfram á morgun, en þá munum við sjá fleiri “comment” frá leikmönnum meistaraflokks.
„Ætlum við ekki að fylla kofann á föstudaginn ?“ spyr einn leikmaður meistaraflokks karla. Sem lofar góðum leik.

HAUKAR – Fram –  Ásvöllum – Föstudaginn 11.apríl – 19:15

            – Arnar Daði Arnarsson skrifar.