Toppslagur í Grill66 deildinni

Það er leikdagur hjá U-liðinu okkar en í kvöld leika þeir sinn seinasta leik fyrir jóla- og landsliðsfrí. Leikurinn í kvöld er ekki að verri endanum því að Fjölnir kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19.30. Fyrir umferðina eru liðin í 1. og 2. sæti deildarinnar en það munar aðeins 2 stigum á liðunum og því er mikið undir í leik kvöldsins. Þetta er því leikur sem Haukafólk vill ekki missa af en ungu strákarnir hafa leikið frábærlega á tímabilinu og eru staðráðnir í að halda því áfram. Áfram Haukar!