Íþróttaskóli Hauka 2016

 

Íþróttaskóli Hauka verður starfræktur sumarið 2016 fyrir börn fædd 2004-2014 með svipuðu sniði og áður.  Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og er óhætt að segja að börn og foreldrar hafi tekið þessu framtaki Hauka mjög vel. Um 1200 börn sóttu skólann hér síðasta sumar þrátt fyrir oft erfitt sumarveður. Íris Óskarsdóttir og Emil Barja munu sjá um skólann í sumar ásamt íþróttastjóra Hauka, Ívari Ásgrímssyni. Íris er með BA gráðu í tómstundar- og félagsmálafræði frá HÍ og Emil BSc í íþróttafræði frá HR.

Beinn sími hjá Íþróttaskóla Hauka er 788-9200.

Íþróttaskólinn er sameiginlegt verkefni allra deilda félagsins þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu, þjálfun og námskeið við allra hæfi. Gert er ráð fyrir að iðkendur fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum. Allir kennarar skólans hafa mikla reynslu af þjálfun yngri barna.

Boðið er upp á gæslu frá 08:00-09:00 á morgnana, einnig er boðið upp á heitan hádegismat fyrir þá sem eru allan daginn hjá okkur og einnig fyrir þá sem eru hálfan daginn og eru að fara á æfingu beint í framhaldi. Þetta sumarið er gæsla innifalin í verði.

Við höfum opnað facebooksíðu og er slóðin https://www.facebook.com/Ibrottaskolihauka. Gott er að fólk sé duglegt að fylgjast með þar inni því þar munum við setja inn myndir, hvað við erum að gera dag frá degi – breytingar á námskeiðum ef það verður og margt fleira.

Lýsing námskeiða

Lögð er áhersla á mikla hreyfingu á námskeiðinu.  Miklil hreyfing með bolta og þjálfum námskeið við allra hæfi.  Allir eru velkomnir í skólann.
Morgun námskeið byrja kl. 09:00 og er mæting í samkomusalnum á Ásvöllum.   Gæsla verður fyrir iðkendur frá kl. 8:00 – 9:00 í samkomusalnum á Ásvöllum.  Námskeiðinu lýkur kl. 12:00 nema ef viðkomandi iðkandi er í mat.
Seinni parts námskeið byrja kl. 13:00 og er mæting í samkomusalnum á Ásvöllum.
Námskeiðinu lýkur kl. 16:00 og er hægt að sækja börnin í samkomusalnum.
Starfsfólk Íþróttaskólans mun taka á móti öllum börnum og sjá til þess að allir komist á réttan stað.
Í júlí er ekki boðið upp á námskeið eftir hádegi.  Eins er hádegismatur ekki í boði í júlí.  (vika 5-8)-

Öll námskeið eru vikunámskeið.

Skólinn er opinn fyrir alla Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.

Vikur sem í boði eru:

1.   13. – 16. júní (4 dagar)
2.   20. – 24. júní
3.   27. – 1. júlí
4.   4. júlí – 8. júlí
5.   11. – 15. júlí
6.   18. – 22. júlí
7.   25. – 28. júlí (4 dagar)
8.  2. ágúst – 5. ágúst  (4 dagar)
9.    8. – 12. ágúst

Hádegismatur Hádegismaður er í boði fyrir þá sem eru allan daginn og er hann þá innifalin í verði. Einnig geta þeir sem eru hálfan daginn keypt hádegismat og kostar vikan 3.000 (2.400 fyrir 4 daga viku). Hádegismatur er aðeins í boði frá 13. júní – 8.júlí og 2.ágúst-19.ágúst.

Þátttökugjöld Heilsdagsskóli kostar  með mat 13.500 vikan. Hálfdagsskóli kostar, vikan með mat 8.500. Hálfsdags skóli án matar kostar kr. 5.500

Skráningar Tekið verður við skráningum á heimasíðu félagsins haukar.is frá og með 1. júní.  Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu.  Hægt er að greiða með kreditkorti eða millifærslu. Ef greitt er með millifærslu þarf að senda kvittun á iris@haukar.is, takið fram í skýringu nafn barns, hvaða skóli varð fyrir valinu og hvaða tímabil. Millifærslan þarf að koma strax við skráningu, annars er skráning ekki gild og verður felld út.

Millifærslureikningur er: 544-04-763399 kt. 600169-0419

 

Þessi skólar eru í boði sumarið 2016:

Fjölgreinaskóli Hauka fyrir 6-12 ára (2004-2009) Námskeið fyrir hádegi allt sumarið. Námskeið eftir hádegi og allan daginn 13. júní –  8 júlí og 2.- 12. ágúst. Fjölbreytt íþrótta- og leikjanámskeið við allra hæfi, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna íþróttaiðkendur. Skipt er í hópa eftir aldri, getu og vinatengslum svo að allir fái að njóta sín. Öðru hverju er dagskráin brotin upp og farið í sundferð, gönguferð, hjólatúr o.s.frv. sem verður þá auglýst með góðum fyrirvara. Yfirumsjón með fjölgreinaskólanum verður í höndum Emils Barja

Körfuboltaskóli fyrir 6-12 ára (2004-2009) Námskeið fyrir hádegi 13. júní – 8. júlí og 2.- 12. ágúst. Körfuboltaskólinn er fyrir þá sem langar að bæta við sig kunnáttu í körfubolta. Settar verða upp æfingar sem auka boltafærni, farið í leiki og spilaður körfubolti. Það eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir. Aðalþjálfarar eru Emil Barja og Kári Jónsson.

Handboltaskóli fyrir 6-12 ára  (2004-2009)  Námskeið fyrir hádegi 13. júní – 8. júli og 2.- 12. ágúst Handboltaskólinn er fyrir þá sem langar að bæta við sig kunnáttu í handbolta. Settar verða upp æfingar sem auka boltafærni, farið í leiki og spilaður handbolti. Það eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir. Aðalþjálfarar eru Ragnheiður Berg og Hákon Daði

Íþróttaleikskólinn fyrir 2-5 ára (2010-2014) Námskeið fyrir hádegi 11. júlí – 28. júlí. Íþróttaleikskólinn verður í boði í 3 vikur þegar leikskólarnir fara í sumarfrí. Námskeiðið verður í anda leikjaskóla barnanna sem er starfræktur á veturna hjá Haukum þar sem markmiðið er að börnin fái jákvæð og skemmtileg fyrstu kynni af ýmsum leikjum og íþróttum. Skólinn fer fram inni í íþróttasalnum. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að vera með börnum sínum. Íris Óskarsdóttir hefur yfirumsjón með íþróttaleikskólanum í sumar en hún er með BA gráðu í tómstundar- og félagsmálafræði frá HÍ og hefur séð um frístundaheimili Hauka

Fótboltaskóli Hauka fyrir 6-15 ára (2004-2009Knattspyrnudeild Hauka býður upp á frábær knattspyrnunámskeið á Ásvöllum sumarið 2016. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á grunntækni í knattspyrnu og einstaklingsþjálfum í knattspyrnu. Knattspyrnuskólanum verður skipt niður í tvö námskeið sem eru aldursskipt.

Heilsdags og hálfsdags fótboltanámskeið fyrir 6-8 áraNámskeiðið er sniðið fyir iðkendur í knattspyrnu. Fjölbreytt fótbolta og leikjanámskeið við allra hæfi, jafnt fyrir byrjendur sem langt komna íþróttaiðkendur. Skipt er í hópa eftir aldri, getu og vinatengslum svo að allir fái að njóta sín.  Milli 12-13 er boðið upp á heitan og hollan hádegismat í mötuneytinu á Ásvöllum auk þess sem börnunum gefst tími til að slaka á.

Öðru hverju er dagskráin brotin upp og farið í sundferð, gönguferð, hjólatúr, osfrv, sem verður þá alltaf auglýst með góðum fyrirvara.

Heilsdagsnámskeið verða ekki í boði í júlí.

Æft eins og atvinnumaður 10 – 15 ára í umsjón Luka. Knattspyrnudeild Hauka býður í ár aftur upp á afreksnámskeið í samstarfi við knattspyrnuþjálfunar félagið Ask Luka ehf. Námskeiðið er ætlað strákum og stelpum á aldrinum 10 til 15 ára, (það er iðkendum í 4. og 5 flokki.) undir yfirskriftinni „æft eins og atvinnumaður“. Námskeiðin eru hluti af starfsemi knattspyrnuskóla Hauka sem fer fram á Ásvöllum í sumar. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á grunntækni í knattspyrnu og einstaklingsþjálfum.   Í tengslum við kennsluna verða videofundir þar sem farið verður yfir tækniatriði. Hvert námskeið nær yfir eina viku, 4 tíma á dag. Námskeiðin hefjast stundvíslega kl. 9:30, en gert er ráð fyrir að nemendur mæti upp úr 9.  Þeim lýkur kl. 13:25.   Námskeiðin eru eftir atvikum tengd við æfingatíma knattspyrnudeildar. Almennt verð fyrir viku námskeið er kr. 12.000. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin eru á heimasíðunni www.askluka.is. Dagur á námskeiðinu gæti verið þannig:
09:30 – grunntækni; 10:30 – einstaklingsþjálfum; 11:30 – videofundur; 12:00 – matur; 12:30 – gestur; 13:00 – skallatennis; 13:25 – lok námskeiðs.

Yfirþjálfarar skólans verða Luka Kostic, þjálfari meistaraflokks karla, Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og Alexander Freyr Sindrason, fyrirliði meistaraflokks karla.
Námskeiðin verða síðan brotin upp með skemmtilegum uppákomum, svo sem heimsóknum atvinnumanna, landsliðsfólks og þjálfara í fremstu röð og fleira skemmtilegt.
Námskeiðin byrja í júní og standa yfir í allt sumar eða frá skólaslitum grunnskóla í júní til byrjunar skólaárs í ágúst.  Námskeiðin eru eftir atvikum tengd við æfingatíma knattspyrnudeildar.

Fótboltanámskeiðin verða haldin á eftirfarandi tímum.

1-2. vika 9. júní til 16. júní (6 dagar)
3 vika. 20-24 júní
4 vika. 27. júní – 1. júlí
5 vika. 4-8 júlí
6 vika. 11-16 júlí
7 vika. 18-22 júlí
8 vika. 25-29 júlí
9 vika. 2-6 ágúst (ath. kennt á laugardegi.)
10 vika. 8-12 ágúst
11 vika. 15-20 ágúst

 

Æfingar í sumar fyrir 12 ára (fæddir 2003) og eldri, handbolti og körfubolti.

Í sumar verða æfingar með svipuðu sniði og var gert í fyrrasumar og gekk það mjög vel. Þetta verða tvær 120 mín. æfingar (báðir salir á Ásvöllum) í viku, í 10 vikur.  Inniæfingarnar verða frá kl. 16:00 – 18:00, körfuboltinn verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Handboltinn verður á mánudögum og miðvikudögum
Verðið fyrir þessar 10 vikur (20 æfingar samtals) er kr. 20.000,- fyrir utan niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ og fer skráning fram í gegnum íbúagáttina/mínar síður.   Ekki er hægt að greiða minna en þetta, þó svo að krakkar geti ekki mætt allan tímann – einungis eitt gjald. Skráning er á  http://haukar.is/ (stór rauður gluggi til hægri á síðunni “Skráning og greiðsla æfingagjalda – Mínar síður” eða á http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/ körfuknattleiksdeild – sumaræfingar 2016 kk/kvk. Þar er hægt að ganga frá gjald með kreditkorti eða millifærslu. Millifærslan þarf að koma strax í kjölfarið svo skráningin detti ekki út.

Millifærslureikningur er: 544-04-763399  Kt:600169-0419

Byrjað verður þriðjudaginn 14. júní og verða æfingar til 11. ágúst.

Sumaræfingar í körfubolta fyrir stelpur og stráka

Helena Sverrirs verður yfirþjálfari en með henni eru Emil Barja og Kári Jónsson auk 2-3 aðstoðarþjálfarar á öllum æfingum. Ívar Ásgrímsson þjálfari mfl. kk. og landsliðsþjálfari A lið kvenna mun mæta á 3 æfingar og vera með séræfingar. Krökkunum verður skipt niður eftir aldri og verður reynt að hafa þjálfunina eins einstaklingsmiðaða og hægt er. Lagt er áherslu á bolta- og skotæfingar og verða allar æfingar gerðar með það í huga að krakkarnir séu alltaf með bolta í höndunum.

Sumaræfingar í handbolta fyrir stelpur og stráka

Gunnar Magnússon þjálfari mfl. kk. verður yfirþjálfari og auk þess verða 2-3 aðstoðarþjálfarar á öllum æfingum. Krökkunum verður skipt niður eftir aldri og verður reynt að hafa þjálfunina eins einstaklingsmiðaða og hægt er. Lagt er áherslu á bolta- og skotæfingar og verða allar æfingar gerðar með það í huga að krakkarnir séu alltaf með bolta í höndunum.