Velkomin á nýjan skráningarvef Hauka

Ný síða hefur verið tekin í notkun til að skrá iðkendur og ganga frá greiðslu æfingagjalda.

Með þessari nýju skráningarsíðu verða skráningar markvissari, allar upplýsingar um iðkendur svo sem sími og netfang eru eins réttar og þær geta orðið. Þjálfarar geta haldið utan um mætingar iðkenda sinna, stjórnir deilda hafa betra yfirsýn, innheimta verður skilvirkari og allt utanumhald með betra móti en áður.

Kerfið heitir Nóri og er hýst af Dynax http://dynax.is/.

Skráning fer fram í gegnum mínar síður á hafnarfjordur.is.

Inná mínum síðum er farið inná niðurgreiðsla íþróttastyrkja (hægra megin á síðu) og síðan smella á Hauka merkið og þar skráð inn iðkenda.

 

Þá er komin skráning inn í kerfið og tekur við að skrá börnin inn. Valið er “Nýr iðkandi“ og birtast svo börn viðkomandi og þarf að skrá við þau neftöng og símanúmer og eru þau síðan valin inn í kerfið.

Til að sjá námskeið sem í boði eru fyrir hvern iðkanda þarf að smella á “Námskeið/Flokkar í boði“ og birtast þá öll námskeið/flokkar hjá Haukum sem í boði eru fyrir þann aldurshóp.

Nú er valið námskeið/flokk sem viðkomandi iðkandi ætlar að stunda þennan veturinn „Skráning á námskeið“.

Að lokum er greiðsla kláruð og þá er iðkandinn skráður í sína íþrótt.

Ef það eru einhverjar spurningar og vöntun á aðstoð, er hægt að hafa samband við Bryndísi á skrifstofutíma frá kl. 10:00-16:00 í síma 525-8702 eða á bryndis@haukar.is.