Íþróttamiðstöð Hauka við Ásvelli lokar kl. 16:00 í dag vegna veðurs

Vegna ofsaveðurs sem spáð er í dag og á að koma yfir um kl. 17:00 og þar sem almannavarnir hafa ...

Eimskip hf. sigraði á fyrirtækjamóti Skákdeildar Hauka

Fyrirtækjamót Skákdeildar Hauka og Skákfélags Hafnarfjarðar var haldið þriðjudaginn 28. apríl sl. Alls tóku 42 fyrirtæki þátt og eftir spennandi ...

Sumarmót skákdeildar 2015

Firmamót skákdeildar verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl 2015 og hefst kl. 19:30.  Mótið verður að þessu sinni sumarmót. Mótið er ...
Loading...

Deildin hefur skákæfingar fyrir fullorðna á veturna frá kl. 19.30 á þriðjudagskvöldum. 

Æfingarnar eru staðsettar í félagsaðstöðunni á Ásvöllum og eru allir velkomnir á æfingar. Þær eru ókeypis.

Félagið rekur einnig unglingastarf og eru æfingar einu sinni í viku einnig á þriðjudögum frá kl. 17:00.  Ef þátttaka er mikil er hópnum skipt í annars vegar byrjendur og yngri iðkendur og hins vegar eldri krakkar.

Þjálfari er Páll Sigurðsson s. 860-3120, pall_sigurdsson@hotmail.com

Skákdeild Hauka tekur fullan þátt í starfi skákhreyfingarinnar í landinu og heldur úti mörgum sveitum í Íslandsmóti skákfélaga.  Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í starfi deildarinnar endilega hafið þá samband.