Máté Dalmay tekur við Haukum

Máté Dalmay og Bragi Magnússon, formaður kkd. Hauka,

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur komist að samkomulagi við Máté Dalmay um að taka við þjálfun meistaraflokks karla næstu þrjú árin.

Máté hefur verið þjálfari Hamars undanfarin tímabili, náð langt með liðið en á yfirstaðinni leiktíð endaði Hamarsliðilið í öðru sæti 1. deildar og voru í úrslitaeinvíginu um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Einnig hefur Máté þjálfað lið Gnúpverja í 1. deildinni.

Haukar vænta mikils af samstarfinu við Máté.

Áfram Haukar