Actavismótið í Hafnarfirði verður haldið dagana 12.-13. janúar 2019 í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum.

Mótið er fyrir alla krakka í 1.-5. bekk.

Hjá 8-10 ára eru fjórir leikmenn inn á í einu og leiktíminn er 2×10 mínútur.
Hjá 6-7 ára eru þrír leikmenn inn á í einu og leiktíminn er 1×10 mínútur.

Verðið á mótið er 3000 krónur á leikmann og inn í því er sundferð, glaðningur og að sjálfsögðu brjálað stuð.

Skráning er á actavismot@gmail.com og skráningafrestur er til 6. janúar.