Haukar standa fyrir rekstri frístundaheimilis að Ásvöllum skólaárið 2021 – 2022 og er þetta áttundi veturinn sem Haukar starfrækja frístundaheimilið, Haukasel. Frístundaheimilið er í boði alla virka daga fyrir grunnskólanemendur Hraunvallaskóla í 1. – 4. bekk. Við erum með pláss fyrir 55 börn, sérstakur stuðningur fyrir börn með sérþarfir er því miður ekki í boði eins og staðan er í dag.

Á Frístundaheimili Hauka er farið í ýmsa leiki, glímt við þrautir, farið út, spilað, lego, litað o.fl. Áherslan er á hreyfingu og hreyfanleika en ávallt er í boði fyrir börnin að taka því rólega eins og að lita, spila o.fl. Þroskaþættir skv. aðalnámskrá grunnskóla eru hafðir að leiðarljósi. Mikilvægt er að börn fái jákvæða upplifun af hreyfingu, kynnist íþróttahúsinu, vinni saman, eflist sem hópur og sem einstaklingar, þekki eigin líkama, leiki sér úti og njóti þess að vera til! Frístundaheimilið er unnið í samstarfi við börnin og foreldra/forráðamenn. Ekki hika við að koma með hugmyndir, ábendingar og endurgjöf! Aðstaða Frístundaheimilis Hauka er samkomusalurinn, stóri íþróttasalurinn og auðvitað náttúran í kring. Börnin þurfa alltaf að vera klædd eftir veðri (eins og í skólanum). Nauðsynlegt er því að vera með þurr aukaföt og gott að minna á að merkja fötin svo það sé auðveldara að koma þeim áleiðis ef þau gleymast. Börnin mega vera klædd eins og þau vilja á Frístundaheimilinu (þ.e.a.s. í íþróttafötum eða eins og þau eru klædd í skólanum). Seinustu ár höfum við farið í ferðir í Húsdýra og fjölskyldugarðinn, heimsótt Bjarkirnar og reynt að brjóta upp hefðbundna dagskrá með skemmtilegum uppákomum.

Opnunartímar:

Við erum með opið hjá okkur alla virka daga frá 13:20-17:00, fyrr ef það er skertur dagur hjá skólanum.
Við erum með opið frá 8:30-17:00 á skipulagsdögum og einhverja daga í jóla- og páskafríinu, það er auglýst með góðum fyrirvara.
Börnin eru sótt í skólann og komið á Ásvelli, gangandi ef veður leyfir annars með rútu.
Við sendum á alla æfingar hér innanhús og í Ásvallalaug, séu þau á tímum sem opið er hjá okkur, frístundabílinn verður þá í boði fyrir þá sem eru æfa annarstaðar.
Athugið að það er lokað í vetrafríum.

Frístundabílinn:
Líkt og síðasta vetur verður öllum nemendum í 1.- 4. Bekk boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15:00 og 16:00.
Ekið er á öllum virkum dögum og farið á staði eins og: Listandsskólans, tónlistarskólan, Bjarkanna, FH, SH, Bandmintonfélags Hafnarfjarðar, Gólfklúbbsins Keilis séu nokkur dæmi nefnd.
Hægt er að skrá í bílinn þegar æfingatöflur liggja fyrir.

Dagskrá Haukasels:

13:20 – Allir sóttir.
14:10 – Síðdegishressing.
14:30 – Val á verkefnum dagsins.
15:30 – Ávaxtastund.
15:45 – Val á verkefnum dagsins.
17:00 – Lokun (sendum heim og á æfingar á öllum tímum).

Skráning og samskipti:

Skráningar, greiðslur og samskipti fara öll fram í gegnum Sportabler.
Hér mæli ég eindregið með að þið skráið forráðamenn og takið fram helstu upplýsingar.
Okkar samskipti mun að stærsta hluta fara fram í gegnum forritið, ásamt tilkynningum og slíkt svo það er einstaklega mikilvægt að ná í forritið og virkja aðganginn sinn.

https://www.sportabler.com/shop/haukar/haukasel/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDA2Ng==?

Systkina afsláttur:

Systkinaafsláttur er veitt þeim börnum sem eru í frístund sem eiga annað systkini í frístund eða systkini samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri.
Alltaf er borgað fullt gjald fyrir yngsta barnið en afsláttur svo veittur afsláttur fyrir annað og þriðja barnið o.s.f.r.v.

Athugið: afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi.

Fyrir annað systkini fæst 75% afsláttur.
Fyrir þriðja systkinið fæst  100% afsláttur
Fyrir fjórða systkini 100% afsláttur

Þegar gengið er frá kaupunum býðst ykkur að bæta við athugasemd neðst, þar væri kærkomið að þið mynduð bæta við viðbótar upplýsingum eða send póst á mig:

  • Við skráningu í 3 og 4 daga er fínt að þið látið mig vita um hvaða daga er að ræða, þið getið sent mér skilaboð inn á forritinu.
  • Hvort barnið sé með heimild til að labba heima eða sé sótt
  • Æfingartíma barnanna ykkar
  • Hvort barnið sé með sjúkdóma, lyfjanotkun, ofnæmi/óþol

Forstöðuaðili Frístundaheimilis
Nebo Kospenda er menntaður með meistaragráðu í Íþróttavísindi og Stjórnun frá Háskólanum í Molde, Noregi.

Nebo hefur starfað mikið í kringum börn, til að mynda unnið á frístundaheimili fyrir börn með sérþarfir,  tvö ár í leikskóla, verið stuðningsfulltrúi í 8 ár
en auk þess hefur hann verið forstöðuaðili sumaríþróttaskólans.
Hægt er að hafa samband með eftirfarandi leiðir:
Netfang: Nebo@haukar.is
Sími: 788-9200

Endilega hafið samband ef þið eruð með frekari spurningar eða vantar frekari upplýsingar.

Neðst er svo raundæmi um útreikninga miðað við afsláttinn