Blakdeild Hauka búin að ráða þjálfara

Blakfélag-Hafnarfjarðar kogk (2)Það er ekki úr vegi en að setja á fót, almennilegan vettvang fyrir fullorðnar konur í íþróttum en árið sem við fögnum 100 ára kostningarafmæli kvenna. Hópur vaskra kvenna hefur unnið að því seinustu ár að setja á laggirnar blakdeild í Hafnarfirði og opna þannig fyrir konur frá 18 ára aldri til þess að stunda skemmtilega íþrótt og hafa jafnframt tækifæri til þess að styrkja sig sjálfar í hópíþróttum. Nýjasti liðurinn í uppbyggingu á blaki í Hafnarfirði var að ráða til liðs við sig fagmann til þess að sjá um þjálfunina og byggja upp besta blaklið á Íslandi.

Á dögunum samdi Blakdeild Knattspyrnufélags Hauka við Karl Sigurðsson landsliðsþjálfara í Strandblaki. Karl er með yfir 30 ára reynslu í íþróttinni bæði sem spilari og sem þjálfari. Hann er með FIVB þjálfararéttindi í strandblaki og hefur verið landsliðsþjálfari strandblakliðsins seinustu fimm ár. Kalli eins og hann er oftast kallaður er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu nýja liði í íþróttinni og er viss um að deildin geti orðið ein sú stærsta á landinu. Í Hafnarfirði eru búsettir margir flottir blakspilarar og loksins getur fólk farið að stunda íþróttina sína í heimabyggð.

Deildin vinnur út frá fimm ára plani sem hefur það markmið að byggja upp góðan og virkan vettvang fyrir bæði fullorðna og börn.

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja deildina til uppbyggingar eða vilja taka þátt er bent á facebooksíðu deildarinnar Blakfélag Hauka eða tölvupóst blakhauka@gmail.com.