Viðurkenningahátíð Hauka 2018

Á Gamlársdag verður hin árlega Viðurkenningahátíð félagsins haldin hér í íþróttasalnum.Þar verður lýst kjöri Íþróttamanns Hauka, Íþróttakonu Hauka og þjálfara ársins. Þá verður afreksfólk félagsins kynnt og heiðrað. Hátíðinni lýkur svo með léttum veitingum.

Allir eru velkomnir. Hátíðin hefst kl. 12.