Vel heppnaðar stelpubúðir Helenu og Hauka, þær stærstu frá upphafi.

stelpubúðir 2017

 

 

 

 

 

 

 

 

Stelpubúðir Helenu og Hauka voru haldnar í Schenkerhöllinni um síðustu helgi og var fjölmenni af körfuboltastelpum í búðunum alla helgina.

Þetta var níunda árið í röð sem þessar búðir voru haldnar og hafa þær alltaf verið vel sóttar en þó aldrei eins og um síðustu helgi. Búðirnar í ár voru þær fjölmennustu frá upphafi en 110 stelpur á aldrinum 7-16 ára fjölmenntu á Ásvelli um helgina.

Ljóst er að þessar búðir njóta sífellt meiri vinsælda en kostnaði er haldið í lágmarki, en búðirnir eru frá föstudegi til sunnudags og er boðið uppá mat alla helgina og endað í grilli fyrir iðkendur og foreldra.

Næsta ár munu búðirnar verða enn stærri þar sem hægt verður að bjóða enn betri atstöðu í fjórum sölum á Ásvöllum, en Haukar munu vígja nýtt körfuboltahús á Ásvöllum í febrúar 2018 þar sem verða tveir löglegir körfuboltavellir og mun því aðstaðan verða öll hin glæsilegasta en þá er möguleiki á að spila á fjórum löglegum körfuboltavöllum á Ásvöllum.

Við hlökkum til að sjá allar stelpurnar aftur á næsta ári og fullt af nýjum stelpum í viðbót og viljum þakka öllum þessum frábæru stelpum sem mættu í búðirnar og ljóst að framtíðin er björt í Íslenskum kvennabolta.

Hægt er að sjá myndir og fleira á FB síðu búðanna – https://www.facebook.com/groups/1780164738893653/?fref=ts

Áfram Ísland.