Vel heppnað golfmót Hauka

77 keppendur tóku þátt í hinu árlega Golfmóti Hauka sem haldið var í 28. sinn á Hvaleyrarvelli sl. föstudag.

Skartaði völlurinn sínu besta í góðu veðri.

Um kvöldið var vegleg verðlaunaathöfn í hinum glæsilega golfskála Keilis þar sem menn áttu góða stund saman.

Helstu úrslit :

Rauði jakkinn, punktakeppni. Sigurvegari Björn Þorfinnsson

Öldungameistari Hauka, farandgripur í minningu Ólafs H. Ólafssonar. Sigurvegari Sigurður Aðalsteinsson

Haukakannan, höggleikur án forgjafar. Sigurvegari Sigurður Aðalsteinsson

Nándarverðlaun hlutu: Baldvin Björnsson, Haraldur Sæmundsson, Sigurður Guðjónsson og Haukur Jónsson

 

Golfmót 2017 - 1

Golfmót Hauka 2017 - 2

Golfmót Hauka 2017 - 4

Golfmót Hauka 2017 - 3