Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar fer fram miðvikudaginn 17. maí kl. 18:00 í Schenkerhöllinni.

haukarunglingaflokkur (1)Hin árlega uppskeruhátið yngri flokka kkd. Hauka verður haldin hátíðleg miðvikudaginn 17. maí kl. 18:00 í íþróttasal Schenkerhallarinnar.

Að venju verða veitt einstaklingsverðlaun, þeir flokkar sem hafa unnið titla á árinu fá viðurkenningu og auðvitað verður „Bollinn“ á sínum stað.

Í lokin verða grillaðar pylsur.

Við hvetjum alla iðkendur og foreldra/forráðamenn og aðstandendur til að mæta og taka þátt í gleðinni.