Tvíhöfði í Schenkerhöllinni á laugardag

tvihofdiÞað verður sannkölluð handboltaveisla á laugardaginn í Schenkerhöllinni þegar að báðir meistaraflokkar Hauka í handbolta eiga heimaleik. Kvennaliðið ríður á vaðið þegar þær leika við Selfoss kl. 14:00 og svo taka strákarnir við kl. 16:00 þegar að Grótta kemur í heimsókn.

Fyrst að kvennaleiknum en fyrir leikinn eru Haukastúlkur í 2. sæti með 10 stig úr 5 leikjum á meðan Selfoss er í 6. sæti með 2 stig úr leikjunum 6. Í síðustu umferð þá tapaði Selfoss liðið fyrir Stjörnunni á meðan að Haukastúlkur gerðu góða ferð til Eyja og unnu þar heimastúlkur 26 – 21. En í þeim leik þá bárust góð tíðindi úr herbúðum Hauka en þá spilaði Ramune sinn fyrsta leik á tímabilinu og því hægt að segja að Haukaliðið sé að ná sínum fulla styrk með hverjum leik þessa dagana. Það er þó um hörkuleik að ræða þrátt fyrir misjafna stöðu liðana, því bæði lið eru í hörku baráttu á sitthvorum endanum í deildinni og því má ekki misstíga sig í svona leikjum.

Hjá körlunum eru Haukastrákarnir ennþá í 9. sætinu með 6 stig úr 8 leikjum en þess ber þó að nefna að aðeins 4 stig eru upp í annað sæti deildarinnar og er því um jafna deild að ræða. Gróttumenn eru fyrir leikinn með 7 stig i 7. sæti en Gróttumenn hafa aðeins verið að missa flugið eftir að hafa byrjað vel. En í síðustu umferð komust Haukamenn aftur á sigurbraut þegar þeir unnu Stjörnunna 33 – 28 á meðan Grótta tapaði fyrir Selfoss í spennuleik 29 – 28. Þá má því búast við að báðum liðim dýrvitlausum þar sem bæði lið vilja koma sér upp töfluna.

Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina á laugardaginn og styðja Haukaliðin til sigurs og byrjar fjörið kl. 14:00 með kvennaliðinu og svo mæta karlarnir á gólfið kl. 16:00. Áfram Haukar!