Tvíhöfði í kvöld

Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna

Handboltinn snýr tilbaka með bombu í kvöld, þriðjudagskvöld; þegar að boðið verður upp á tvíhöfða í Schenkerhöllinni. Fyrst eru það stelpurnar í meistarflokk kvenna sem etja kappi við Gróttu kl. 18:00 og svo leika strákarnir í meistaraflokki karla sinn fyrsta leik eftir langt frí kl. 20:00 þegar að Stjarnan er mótherjinn. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina að styðja Haukaliðin til sigurs. Áfram Haukar!